35.900 kr

Þöll er svakalega klæðileg og tímalaus peysukápa sem er frábær við allskonar kjóla, buxur og toppa. Þær eru vel síðar og ná niður á miðjan kálfa (ath ég er 159 cm).

Þær henta fullkomlega sem utanyfirflíkur í léttara veðri en koma sér líka vel þegar það fer að kólna. Þær eru einfaldar í sniðinu með góðum ermum, opnar að framan með kanti sem rammar hálsmálið og skásettum welt vösum.

Þær eru fáanlegar fjórum stærðum: Small sem hentar 36/38-40, medium 40-42-44, large 44-46 og x-large 48-50

Við mælum með 30°C þvotti og hengja kápuna upp til þerris á herðatré. Efnið skemmist í þurrkara.

Blanda: 69%Nylon/26%Rayon/5%Spdx