32.500 kr

Móna glimmer kjóll er nýjasta viðbótin mín. Sniðið á kjólnum er geggjað. Kjóllinn er vel rykktur í hvorri hlið með teygju sem gerir að verkum að auka efni leggst yfir maga- og baksvæðið. Að auki eru ermarnar rykktar í svokallaðar púff ermarnar en því er gefið auka vægi með að rykkja ermina sjálfa á upphandleggnum. Þessi smáatriði gera bæði ermi og kjól algjörlega gordjöss.

 

Efnið í Monu er glimmer jersey. 

 

Æskilegt er að þvo kjólinn á 30° og glimmerið mun hrynja úr kjólum fram að fyrsta þvotti. Vinsæl setjið kjólinn ekki í þurrkara. Hengið á herðatré til þerris.