Fríða fjólu&græn
Fríða er fáránlega flottur mesh-kjóll. Munstrið á kjólnum var hannað af dóttur minni (fáránlega hæfileikarík) og er eitt af 5 munstrum sem hún gerði fyrir mömmu sína.
Kjólinn er með v-hálsmáli og leggst vel yfir mitti mjaðmir og rass. Hægt er að hafa kjólin lausan en með honum fylgir band sem hægt er að taka kjólinn saman með í mittið.
Mesh-ið er teygjanlegt og á myndinni er ég í medium kjól nota venjulega medium 40/42)
Mælt er með því að handskola flíkina eða setja hana í þvottavél á 30° í neti (eins og þvegið brjóstarahaldara í. Hengið upp til þerris og notið ekki þurrkara.