23.550 kr

Stormur er miðlungsstór taska ca 21x24 cm að stærð (getur samt skeikað aðeins vegna þess að hver og ein taska er handgerð og misjafnt er hvernig skinnið liggur).

Hún er gerð út íslensku, svörtu lambaleðri, laxaroði (litað blátt með metalic áferð) og gæru. Taskan er fóðruð með lérefti og er hún lokuð með rennilás. Innan í töskunni er einn lítill vasi þar sem hægt er að geyma t.d. síma eða lykla og svo eitt stærra rennilásahólf fyrir utan aðalhólfið sjálft. Böndin á töskunni eru stillanleg. 

Taskan er líka í flokknum einstök þar sem efnið í henni er þannig að aldrei geta tvær töskur orðið nákvæmlega eins